Stuðningsþjónusta

Teiknuð mynd af barni, kennara og foreldri sem sitja saman við borð.

Í Víkurskóla er boðið upp á Valver sem er skólaúrræði fyrir 8. - 10. bekk með pláss fyrir 14 - 20 nemendur. Í Valveri starfar stoðkennari og stuðningsfulltrúi sem hafa þróað starfið síðustu 20 ár. Til viðbótar koma námsráðgjafi skólans og deildarstjóri stoðþjónustu að kennslu í Valverinu. Valverið er hugsað fyrir nemendur með námsvanda, hegðunarvanda og/eða tilfinningavanda. Ef nemanda býðst pláss í Valveri er gerður skriflegur samningur við nemenda og foreldra um markmið sem verður unnið með. Samið er um hvaða fög nemandinn sækir í Valverið og hvaða fög nemandinn sækir til annarra kennara í Víkurskóla. Stoðkennari útbýr einstaklingsnámskrá út frá samningnum og greiningargögnum sem fylgja nemandanum. Nemendur Valvers tilheyra allir bekkjum og taka þátt í bekkjarstarfi og viðburðum sem í boði eru hverju sinni. 
 

""

Heilsugæsla

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta.

""

Námsráðgjöf

Námsráðgjafi við skólann veitir nemendum persónulegan og félagslegan stuðning í námi.

""

Menntun fyrir alla

Í grunnskólum Reykjavíkur er sérhverju barni mætt í námi óháð atgervi þess og stöðu.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Víkurskóla er: Ingibjörg Gunnlaugsdóttir