Námsráðgjöf í Víkurskóla
Hlutverk námsráðgjafa er að vera talsmenn nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra. Námsráðgjafar er bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002. Öllum nemendum og foreldrum stendur til boða að leita til námsráðgjafa.
Námsráðgjöfin er þjónusta fyrir nemendur skólans og er fyllsta trúnaðar gætt.
Helstu verkefnu námsráðgjafa eru:
● ráðgjöf og fræðsla um náms- og próftækni
● ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda
● persónulegur og félagslegur stuðningur við nemendur
● ráðgjöf og aðstoð í eineltis- og forvarnarmálum
● móttaka nýrra nemenda
● kennsla í lotum í 9. bekk – helstu verkefnin eru; hvað er námstækni, tímastjórnun, lestur og glósutækni, sjálfsmynd og verkefni tengd þessum umræðuefnum unnin.
Viðvera námsráðgjafa í skólanum: 8-16 alla daga nema föstudaga 8-15
Foreldrar geta einnig leitað til náms- og starfsráðgjafa hafi þeir óskir eða upplýsingar sem þeir vilja koma á framfæri.

Námsráðgjafi:
Margrét Rósa Haraldsdóttir
margret.rosa.haraldsdottir@reykjavik.is