Skólinn

Teiknuð mynd af börnum að lesa og skrifa við borð í skólastofu.

Víkurskóli hóf starfsemi sína 1. ágúst 2020 og er nýr grunnskóli í norðanverðum Grafarvogi.
Víkurskóli er fyrir nemendur í 8.-10. bekk sem hafa sótt skóla í Borga- og Engjaskóla. Nemendafjöldi er um 240. Víkurskóli er með sérstaka áherslu á nýsköpun. Nýsköpun er lykillinn  að nýjum lausnum, bættu verklagi og lausn flókinna viðfangsefna. Nýsköpunarskóli byggir  undir þessa hæfni í kennsluaðferðum og nálgun viðfangsefna.

Nemendur græða mest á því  að gera, upplifa, ígrunda og ræða. Því er í Víkurskóla lögð áhersla á samþættingu og  teymiskennslu. Með teymiskennslu er lögð áhersla á að auka samstarf kennara, bæði innan  árgangs og milli árganga. Hugsunin er einnig að kennurum gefist kostur á að nýta sína  hæfileika og styrkleika betur í samvinnu við samstarfsfólk. 

Aðferðafræði um leiðsagnarnám er alls ráðandi í Víkurskóla. Í faglegu skólastarfi  er mikilvægt að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum, kynna sér nýjungar, prófa sig áfram og  þróa starfskenningar. Markmiðið er að efla og styrkja starfsfólk og nemendur Víkurskóla svo vegferð allra innan skólans verði ánægjuleg og árangursrík.  Til þess að skólinn geti verið árangursríkt lærdómssamfélag verður menning skólans að  einkennast af skipulagi sem styður við stöðugt nám starfsmanna. Víkurskóli hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar og erum við mjög stolt  af því. 

Félagsmiðstöðin Vígyn er starfrækt í Víkurskóla.

Skólastjórnendur

Skólastarfið

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Víkurskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Víkurskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

  • Skoða skólanámskrá

Skólaráð

Skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Samkvæmt 8. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla.

Skólaráð 2024-2025

Fulltrúar kennara

Almennir starfsmenn

Fulltrúar nemenda

Fulltrúar foreldra

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af fólki að spjalla saman.

Skólareglur

Hér koma skólareglur Víkurskóla

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er meðal annars að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi Víkurskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Víkurskóla.