Skólinn
Víkurskóli hóf starfsemi sína 1. ágúst 2020 og er nýr grunnskóli í norðanverðum Grafarvogi.
Víkurskóli er fyrir nemendur í 8.-10. bekk sem hafa sótt skóla í Borga- og Engjaskóla. Nemendafjöldi er um 240. Víkurskóli er með sérstaka áherslu á nýsköpun. Nýsköpun er lykillinn að nýjum lausnum, bættu verklagi og lausn flókinna viðfangsefna. Nýsköpunarskóli byggir undir þessa hæfni í kennsluaðferðum og nálgun viðfangsefna.
Gildi Víkurskóla eru frumkvæði - fjölbreytileiki - fagmennska
Kynningarmyndbönd um skólann frá 2022 á íslensku, ensku og pólsku
Félagsmiðstöðin Vígyn er fyrir nemendur skólans og býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga.
Teymiskennsla
Nemendur græða mest á því að gera, upplifa, ígrunda og ræða. Því er í Víkurskóla lögð áhersla á samþættingu og teymiskennslu. Með teymiskennslu er lögð áhersla á að auka samstarf kennara, bæði innan árgangs og milli árganga. Hugsunin er einnig að kennurum gefist kostur á að nýta sína hæfileika og styrkleika betur í samvinnu við samstarfsfólk.
Leiðsagnarnám
Aðferðafræði um leiðsagnarnám er alls ráðandi í Víkurskóla. Í faglegu skólastarfi er mikilvægt að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum, kynna sér nýjungar, prófa sig áfram og þróa starfskenningar. Markmiðið er að efla og styrkja starfsfólk og nemendur Víkurskóla svo vegferð allra innan skólans verði ánægjuleg og árangursrík. Til þess að skólinn geti verið árangursríkt lærdómssamfélag verður menning skólans að einkennast af skipulagi sem styður við stöðugt nám starfsmanna. Víkurskóli hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar og erum við mjög stolt af því.
Hugsandi kennslurými í stærðfræði
Hugsandi kennslurými (e. thinking classroom) gengur út á breytta kennsluhætti í stærðfræði sem snúast um að auka virkni nemenda og hvetja þá til sjálfstæðrar hugsunar og samvinnu. Aðferðin byggir á verkum og rannsóknum fræðimanna á sviði menntunar. Markmiðið er að þróa hæfni nemenda til að beita stærðfræði í fjölbreyttum aðstæðum, stuðla að dýpri skilningi og færni í gagnrýnni hugsun ásamt því að mikil áhersla er lögð á samvinnu nemenda og teymisvinnu kennara. Þessi kennsluaðferð byggir á verkum og rannsóknum fjölmargra fræðimanna á sviði menntunar, en einn af lykilfræðimönnunum á bak við þessa kennsluaðferð er Peter Liljedahl.
Skólastjórnendur
- Skólastjóri er Þuríður Óttarsdóttir
- Aðstoðarskólastjóri er Svava Margrét Ingvarsdóttir
- Deildarstjóri er Kristín Halla Þórisdóttir
- Deildarstjóri stoðþjónustu er Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
- Deildarstjóri UT er Vala Nönn Gautsdóttir
- Náms- og starfsráðgjafi er Margrét Rósa Haraldsdóttir
Skólastarfið
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Víkurskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
- Starfsáætlun 2025-2026
Skólanámskrá
Í skólanámskrá skólans er útfært nánar hvernig unnið er að markmiðum og hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Hér má finna upplýsingar fögin þar sem hæfniviðmið eru útfærð nánar.
Markmiðið er að gera starf skólans gagnsætt og tryggja að nemendur, foreldrar og aðrir hagsmunaaðilar hafi skýra mynd af því hvernig námið er skipulagt og metið.
Skólanámskráin er lifandi skjal sem endurskoðað er reglulega. Hún endurspeglar sérstöðu skólans og þau gildi sem liggja að baki daglegu starfi hans.
- Danska
- Enska
- Fjármálalæsi í áttunda bekk
- Fjármálalæsi í níunda bekk
- Heimilisfræði
- Íslenska
- Íþróttir
- Jákvæð sálfræði
- Lífsleikni í níunda bekk
- Náttúrufræði
- Stærðfræði
- Tilraunir
- Ugla í áttunda bekk
- Ugla í níunda bekk
- Ugla í tíunda bekk
Valfög:
Skólaráð
Skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Samkvæmt 8. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla.
Skólaráð 2025-2026
Starfsáætlun skólaráðs 2025-2026
Fundargerð 9. október 2025
Fulltrúar kennara
Almennir starfsmenn
Fulltrúar nemenda
- Harpa Guðrún Baldvinsdóttir 9. bekkur
- Ísak Smári Jökulsson 9. bekkur
- Jón Bjartur Atlason 10. bekkur
- Ólafur Vilhelm Jónsson 8. bekkur
Fulltrúar foreldra
Lokaskýrslur nefnda og teyma 2024-2025
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2025-2026 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
Skólareglur
Grundvöllurinn að góðu skólastarfi er sá að hver og einn virði náunga sinn sem og sjálfan sig. Mikilvægt er að allir í skólastarfinu hafi tækifæri til að stunda vinnu sína án truflunar og áreitis annarra. Skólareglur skólans eru endurskoðaðar á hverju ári. Þær eru kynntar foreldrum á kynningarfundum ásamt því að umsjónarkennarar fara yfir þær með nemendum sínum við upphaf skólaárs.
Skólareglur Víkurskóla:
- við komum vel fram hvert við annað, virðum fjölbreytileikann og erum meðvituð um að hver einstaklingur skiptir máli
- við tökum ábyrgð á eigin orðum og gjörðum
- við sýnum metnað og seiglu í námi og starfi
- við vinnum saman að verkefnum og viðfangsefnum
- við göngum vel um skólann okkar og skólalóðina
- við stuðlum að heilbrigðu og heilsusamlegu líferni
- við tökum á móti hverjum degi með jákvæðni og gleði
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er meðal annars að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Skólahverfi Víkurskóla
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Víkurskóla.