Nám og kennsla
Grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá grunnskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Meginmarkmið stefnunnar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.
Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.
Mentor
Mentor er upplýsingakerfi fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Forsjáraðilar og nemendur fá aðgangsorð að Mentor. Á fjölskyldusíðunni sjá forsjáraðilar stundatöflur barna sinna, heimavinnu, námsmat, skólasókn og fleira.
Google classroom
Allir nemendur fá Chrombook tölvu í skólanum og hafa aðgang að upplýsingum um nám og námsefni í gegnum Google classroom.
Nemendur skila verkefnum í gegnum Classrom og sjá þar líka endurgjöf kennara.
Foreldrar geta fengið aðgang að classroomi barna sinna.
Kennsluáætlanir
Í kennsluáætlunum er lýst inntaki námsins og námsmati sem gefa kennurum, nemendum og foreldrum yfirsýn um það sem fengist er við í kennslunni. Kennsluáætlanir og verkefni eru birt á Google classroom nemenda, en hér er hægt að nálagast verkefni og áætlanir sem eru aðgengilegar öllum:
Upplýsingar um náttúrufræðikennsluna í níunda bekk
Upplýsingar um náttúrufræðikennsluna í tíunda bekk
Náttúrufræði 10. Á, 10. M, 10. U, 10. V
Stærðfræði 9. bekkur
Stærðfræði 10.Á og M
Stærðfræði 10.U og V
Námsmat
Mat á námsárangri nemenda er mikilvægur þáttur skólastarfsins. Aðaltilgangur námsmats er að afla upplýsinga sem auðvelda nemendum og kennurum að skipuleggja áframhaldandi nám og örva nemendur til að leggja sig enn betur fram. Námsmat er margþætt. Það felst meðal annars í símati kennara og umsögnum um einstök verkefni nemenda, formlegum prófum og sjálfs- og jafningamati nemenda.
Kennsluhættir
Hvernig er kennsluháttum hagað í Víkurskóla? Hér getur þú fengið nánari upplýsingar um samþættingu námsgreina, lotur og ýmislegt fleira.
Viðmið um skólasókn
Mikil áhersla er lögð á stundvísi nemenda í skólanum. Öll börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld og bera foreldrar/forsjáraðilar ábyrgð á því að börnin innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám.
Ef misbrestur verður á skólasókn ber foreldrum/forsjáraðilum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hafa grunnskólarnir í Reykjavík sett sér samræmd viðmið og reglur sem þeir vinna eftir.