Starfsdagur í Víkurskóla

Starfsdagur
Í dag var starfsdagur í Víkurskóla. Dagurinn hófst á heilsugraut enda Lífshlaupið hafið og gott að byrja daginn á góðum graut. 
 
Kennarafundur samþykkti skóladagatal og svo unnu starfsmenn spjöld eftir þarfagreiningu Uppbyggingarstefnunnar.
Eftir hádegismat var í boði ráðgjöf við námsmat og Mentorvinnu.
Veður raskaði ekki skipulaginu og mættu allir galvaskir til vinnu.