Erasmus + fundur

Í síðustu viku tók Víkurskóli þátt í 2 daga Erasmus+ ráðstefnu sem var haldin í Reykjavík. Þar hittust kennarar og stjórnendur grunnskóla frá Noregi, Svíþjóð, Íslandi, Finnlandi og Danmörk.
Tilgangur ráðstefnunnar var að tengja saman kennara og stjórnendur frá norðurlöndunum fimm og mynda samstarf milli landa af ýmsum toga. Dagskrá var vönduð og mörg tengsl milli landa eru komin af stað sem verður spennandi að fylgjast með. Yrsa Rós Brynjudóttir kennari, María Björk Einarsdóttir kennari og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir deildarstjóri voru fulltrúar Víkurskóla og eru alsælar með dagana tvo og þau tengsl sem mynduð voru.